Hvað er Malbygg?

Malbygg hóf framleiðslu á bjór árið 2019 í Skútuvoginum í Reykjavík. Áður hafði fyrirtækið verið heildverslun með innfluttan bjór og er innflutningur ennþá stór hluti af veltu fyrirtækisins. Malbygg hefur haft það að leiðarljósi að brugg það sem okkur langar helst sjálfum að drekka hverju sinni. Fókusinn aðalega á humlaríka IPA bjóra, ávaxtamikla súrbjóra og stóra stouta. Brugghúsið er lítið á flesta mælikvarða og er framleiðslugetan um 150.000 lítrar á ári. Malbygg hefur frá upphafi bruggað yfir 100 mismunandi tegundir af bjór og erum við alltaf að bæta við!

Malbygg rekur lítinn bar inn í brugghúsinu sem er opinn gestum og gangandi fimmtudaga til laugardaga. Hurðin er opnuð klukkan 16 og lokað 23. Þar geta gestir smakkað á framleiðslu brugghúsins ásamt þeim innfluttu bjórum sem fyrirtækið er með hverju sinni.

Hægt er að kaupa bjóra beint frá framleiðslustað til heimilisnota og er opið í bjórbúð Malbygg á sama tíma og á barnum, fimmtudaga til laugardaga 16-23